Lifandi Norðurland gengur út á að kynna þá menningu sem er á Norðurlandi með myndbandagerð fyrir vefinn og lifandi viðburðum. Verkefnið telur 5 flokka: Tónlist, myndlist, sviðslist, ritlist og menningararf. Lifandi Norðurland stendur fyrir örviðburðum víðsvegar á Norðurlandi og tekur viðburði upp á myndband ásamt viðtölum við listamenn og setur saman stutta þætti. Myndböndin eru gefin út á vefnum undir Creative Commons Attribution-NonCommercial-NoDerivs 3.0 Unported (CC BY-NC-ND 3.0) leyfi sem verndar rétt listamanna en hvetur til opinnar dreifingar (Sjá creativecommons.org/licenses/by-nc-nd/3.0/). Markmið myndbandanna er að þau fari sjálfkrafa í dreifingu um vefinn, aðdáendur dreifi þeim í gegnum samskiptasíður og þau kynni þannig listamennina og þá menningu sem er í boði á Norðurlandi.