Ég á mikið af myndefni á myndböndum sem faðir minn sendi mér eftir að ég flutti til Ástralíu árið 1980. Ég hef mikinn hug á að bjarga sem mestu af því og hlaða inn á YouTube. Ef ég geri það ekki er hætt við að þetta efni glatist fyrir fullt og allt og enginn sjái það framar. Það væri stór skaði, bæði fyrir flytjendur og áhorfendur. Ef þú áhorfandi góður telur þig eiga útgáfurétt á einhverju af því efni sem ég hef hlaðið inn á þessa síðu og ert mótfallinn birtingu á því efni , sendu mér skilaboð i comment um að loka síðunni fyrir almenning, ekkert mál.